Islenskt

Ýmis fróðleikur 

Það eruð fjögur lið sem keppa á Norðurlandamóti ungmenna undir 20 ára aldri. Norðmenn, Svíar og Finnar verða með eitt lið hver en Ísland og Danmörk eru með sameiginlegt lið.

Það eru margir efnilegir íþróttamenn frá öllum þessum löndum og hér má sjá stutta samantekt um nokkra þeirra.
Norðmenn eiga þrjá frábæra hlaupara fædda 1991. 
Sondre Nordstad Moen hefur hlaupið 5000 m á rúmum 13:40,0 mín og 10 km niður undir 29 mín.
Henrik Ingebrigtsen heitir annar. Hann hefur hlaupið 1500 m á um 3:40,0 mín og var nálægt því að komast í úrslit í þeirri grein á EM í Barcelona í sumar.
Sondre keppti einnig á EM við góðan orðstír og þar kepptu fleiri ungir Norðurlandabúar eins og Janick Klausen, danskur hástökkvari fæddur 1993, sem hefur stokkið hæst 2,23 m.
Þriðji norski hlaupasnillingurinn er Thomas Roth sem hefur hlaupið 800 m á 1:48,16 mín.


Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem keppti bæði á HM 19 ára o. y. og á EM fyrr í sumar getur því miður ekki keppt á mótinu en s
töllur hennar frá HM - mótinu Hulda Þorsteinsdóttir ÍR og Sveinbjörg Zophaníasdóttir USÚ munu örugglega standa fyrir sínu á mótinu.


Svíar eiga fjöldann allan af góðum frjálsíþróttaunglingum, m.a. Angelicu Bengtsson f. 1993 en hún stökk 4,47 m í stangarstökki í vor og er nýbakaður heimsmeistari í stangarstökki frá HM 19 ára o. y. Þá eiga þeir aðra stúlku sem hefur stokkið yfir 4,20 m. Svíar eiga líka tvo stráka sem hafa stokkið yfir 5 m á stöng og þann þriðja sem á 4,90 m. Sá besti með 5,11 m, Malker Svaerd-Jakobsson, er fæddur 1994!

Samkvæmt afrekaskrá Svía eiga þeir tvær 12 sekúndna stelpur í 100 m, eina sem hefur hlaupið 400 m á 55,06 sek og aðra í 400 m grind sem hefur “rofið mínútumúrinn”, að ógleymdum 1,82 m manneskju í hástökki og stúlku í langstökki, Khaddi Sagnia fædd 1994, sem hefur stokkið 6,26 m.
Hjá piltum hefur Rickard Gunnarsson hlaupið 800 m á 1:49,52 mín. og Jonas Legernes 3000 m hindrun á 9:11,43 mín. og ekki má gleyma hástökkvaranum Erik Sundlöf sem á best 2,21 m.

Minni upplýsingar er að hafa um finnska unglinga en þó er það vitað að þeir eiga samkvæmt venju góða kastara og þá sérstaklega í karlaflokki, einnig hafa Finnar verið þekktir fyrir að eiga alltaf frambærilega stökkvara og grindahlaupara.

Heimafólk meðal keppenda

Það er gaman að geta þess að fjórir efnilegir unglingar úr UFA eru meðal íslensku þátttakendanna í Norðurlandamótinu.

Agnes Eva Þórarinsdóttir keppir í kringlukasti, Börkur Sveinsson í kúluvarpi, Kolbeinn Höður Gunnarsson keppir í 100 og 4x100 og Örn Dúi Kristjánsson í 400m grind, allar þessar greinar eru á laugardeginum. Örn Dúi keppir síðan í 110m grind á sunnudag og hann og Kolbeinn í boðhlaupinu líka.


Comments